Fara í efni
Grímsey

Bjarni Magnússon fv. hreppstjóri látinn

Bjarni Magnús­son, fyrr­ver­andi hrepp­stjóri í Gríms­ey, lést sunnu­dag­inn 29. ág­úst, 91 árs að aldri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Bjarni fædd­ist í Syðri-Greni­vík í Gríms­ey 30. júní 1930 og ólst þar upp. For­eldr­ar hans voru Magnús Stefán Sím­on­ar­son, hrepp­stjóri í Sig­túni í Gríms­ey, og Sig­gerður Bjarna­dótt­ir hús­freyja.

Morgunblaðið segir:

Bjarni var við vél­stjóra­nám á Ak­ur­eyri 1948-1949. Hann var vél­gæslumaður fyr­ir Raf­magnsveit­ur rík­is­ins, vatns­veit­u­stjóri, vita­vörður og slökkviliðsstjóri í Gríms­ey. Bjarni sat í hrepps­nefnd í Gríms­ey frá 1962-1970. Hann tók við starfi hrepp­stjóra árið 1969 og gegndi starf­inu í ná­kvæm­lega 40 ár, tvo mánuði og tvo daga eins og hann orðaði það sjálf­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið í til­efni átt­ræðisaf­mæl­is­ins árið 2010. „Þó er ég nátt­úr­lega alltaf kallaður hrepp­stjóri ennþá,“ sagði Bjarni við það til­efni og hló við.

Bjarni sá um kosn­ing­ar í Gríms­ey í um fimm­tíu ár. Hann var einn af stofn­end­um Kiw­anis­klúbbs­ins í Gríms­ey og var for­seti hans. Bjarni stundaði það um ára­tuga­skeið að síga í björg eft­ir eggj­um og veiða lunda. „Ég byrjaði á bjargi þegar ég var þrett­án ára, 1943. Þá var ég að teyma hest fyr­ir pabba,“ sagði Bjarni í viðtali við Morg­un­blaðið árið 2008.

Bjarni var kvænt­ur Vil­borgu Sig­urðardótt­ur, ljós­móður, sím­stöðvar­stjóra og veður­at­hug­un­ar­manni. Hún fædd­ist 1. maí 1929 en lést 2. fe­brú­ar 2009. Bjarni og Vil­borg eignuðust fimm börn; Sig­gerði Huldu, Sig­urð Inga, Kristjönu Báru, Magnús Þór og Bryn­dísi Önnu. Barna­börn­in eru 12, þar af eitt látið, og barna­barna­börn­in eru 11.