Veigar frábær – 8 höggum á eftir efsta manni
Akureyringurinn Veigar Heiðarsson lék frábærlega í dag, á þriðja degi Íslandsmótsins í golfi á Urriðavelli í Garðabæ – á 66 höggum, 5 undir pari vallarins, og er kominn í 10. sæti fyrir síðasta keppnisdag.
Hlynur Geir Hjartarson, Golfklúbbi Selfoss, náði forystu á mótinu í dag; hefur leikið hringina þrjá á 203 höggum þannig að Veigar er átta höggum á eftir forystusauðnum þegar 18 holur eru eftir. Andri Þór Björnsson, GR, sem hafði forystu bæði eftir fyrsta og annan dag lék á fimm höggum yfir pari í dag og féll niður í fimmta sæti.
Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar sem var í þriðja sæti eftir fyrsta og annan dag mótsins lék á fjórum höggum yfir pari vallarins í dag og féll niður í sjöunda sæti. Hún er samtals á sjö höggum yfir pari, 220, sjö höggum á eftir Ragnhildi Kristinsdóttur sem er í toppsætinu.
Síðasti dagur mótsins er á morgun, sunnudag. Bein útsending Ríkissjónvarpsins frá mótinu hefst klukkan 14.30.
Staða Akureyringanna á Íslandsmótinu er sem hér segir. Samtals höggafjöldi eftir þrjá daga, samtals högg yfir pari, höggafjöldi hvern dag og sæti á mótinu.
Kvennaflokkur
- 220 – Andrea Ýr Ásmunsdóttir (+7) 72 – 73 – 75 (7. sæti)
Andrea hefur leik kl. 12.30 á morgun, sunnudag
Karlaflokkur
- 211 – Veigar Heiðarsson (-2) 75 – 70 – 66 (10.)
Veigar hefur leik kl. 11.50 á morgun, sunnudag - 225 – Skúli Gunnar Ágústsson (+12) 74 – 80 – 71 (35. - 37. sæti)
Skúli Gunnar hefur leik kl. 9.10 á morgun, sunnudag - 228 – Tumi Hrafn Kúld (+15) 84 – 69 – 75 (45. - 46. sæti)
Tumi Hrafn hefur leik kl. 8.30 á morgun, sunnudag - 235 – Valur Snær Guðmundsson (+22) 80 – 75 – 80 (61. - 65. sæti)
Valur Snær hefur leik kl. 7.40 á morgun, sunnudag
Skor keppenda er skráð um leið og keppni á hverri braut er lokið og hægt er að fylgjast með gangi mála á vefnum.
Smellið hér til að sjá tölfræðina í karlaflokki og hér til að fylgjast með kvennaflokknum.