Fara í efni
Golf

Tumi Hrafn og Lárus Ingi í toppbaráttu

Tumi Hrafn Kúld slær af 18. teig í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Tumi Hrafn Kúld og Lárus Ingi Antonsson eru báðir í hópi efstu manna eftir tvo daga af fjórum á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli.  Tumi hefur leikið á pari vallarins, 142 höggum, og er í sjöunda sæti, fimm höggum á eftir Aroni Snæ Júlíussyni sem er í efsta sæti. Akureyrarmeistarinn, Lárus Ingi Antonsson, er aðeins einu höggi á eftir Tuma.

Lárus Ingi var nokkuð frá sínu besta og lék á 75 höggum í gær, á fyrsta degi (38 og 37), en lék svo afar vel í dag; fór fyrri níu holurnar á 33 og þær seinni níu á 35 – samtals á 68 höggum, þremur undir pari vallarins.

Aron Snær Júlíusson  úr GKG hefur leikið á 137 höggum. Staða Akureyringanna er sem hér segir eftir tvo fyrstu daga mótsins. Þeir sem eru með rauðmerktan höggafjölda komust ekki í gegnum niðurskurðinn og hafa því lokið keppni.

142 Tumi Hrafn Kúld – 70 högg fimmtudag, 72 föstudag

143 Lárus Ingi Antonsson – 75 fimmtudag, 68 föstudag

148 Eyþór Hrafnar Ketilsson – 74 högg báða dagana

150 Mikael Máni Sigurðsson – 74 fimmtudag, 76 föstudag

150 Örvar Samúelsson – 77 fimmtudag, 73 föstudag

153 Ævarr Freyr Birgisson – 80 fimmtudag, 73 föstudag

153 Skúli Gunnar Ágústsson – 79 fimmtudag, 74 föstudag

163 Víðir Steinar Tómasson – 76 fimmtudag, 87 föstudag

164 Óskar Páll Valsson – 83 fimmtudag, 81 föstudag

168 Björgvin Þorsteinsson – 84 högg báða dagana

 

153 Andrea Ýr Ásmundsdóttir – 77 fimmtudag, 76 föstudag

166 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir – 82 fimmtudag, 84 föstudag

176 Auður Bergrún Snorradóttir – 89 fimmtudag, 87 föstudag

Smellið hér til að sjá skor allra keppenda í karlaflokki.

Smellið hér til að sjá skor allra keppenda í kvennaflokki.

Lárus Ingi Antonsson slær af teig í dag, á öðrum degi Íslandsmótsins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Andrea Ýr Ásmundsdóttir hefur leikið á 153 höggum fyrstu tvo daga Íslandsmótsins, 11 yfir pari. Hún er í fimmta sæti, 14 höggum á eftir Huldu Clöru Gestsdóttur, sem er efst. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.