Fara í efni
Golf

Þór tekur á móti ÍR í bikarkeppni karla

Þórsarar áttu ekki í vandræðum með Magnamenn í 2. umferð bikarkeppninnar. Þórsarinn Einar Freyr Halldórsson með boltann, Alexander Ívan Bjarnason til vinstri. Mynd: Ármann Hinrik.

Í dag lýkur 32ja liða úrslitum í bikarkeppni karla í knattspyrnu – Mjólkurbikarnum. Þór tekur á móti ÍR í Boganum.

Þórsarar hófu leik í 2. umferð Mjólkurbikarkeppninnar þegar þeir tóku á móti Magna í Boganum og unnu öruggan 7-0 sigur. Nú er komið að öðrum heimaleik og að þessu sinni er það Lengjudeildarlið ÍR sem sækir Þórsara heim. Þór hefur einu sinni farið alla leið í úrslitaleikinn í bikarkeppni karla. Það var árið 2011 þegar liðið mætti KR í úrslitaleiknum og tapaði 0-2.

  • Mjólkurbikar karla í knattspyrnu, 32ja liða úrslit
    Boginn kl. 15:00
    Þór - ÍR

Árangur Þórs síðustu tíu skipti í bikarkeppninni:

  • 2024 - átta liða úrslit
  • 2023 - átta liða úrslit
  • 2022 - 32ja liða úrslit
  • 2021 - 16 liða úrslit
  • 2020 - 16 liða úrslit
  • 2019 - 2. umferð
  • 2018 - átta liða úrslit
  • 2017 - 32ja liða úrslit
  • 2016 - 2. umferð
  • 2015 - 32ja liða úrslit