Fara í efni
Golf

Sveit GA í fjórða sæti á Íslandsmótinu

Sveit GA sem lék á Íslandsmótinu um helgina. Ljósmynd: Golfsamband Íslands

Karlasveit Golfklúbbs Akureyrar varð í fjórða sæti 1. deildar Íslandsmóts golfklúbba sem lauk á laugardaginn. Í sveitinni léku þeir Lárus Ingi Antonsson, Heiðar Davíð Bragason, Valur Snær Guðmundsson, Eyþór Hrafnar Ketilsson, Tumi Hrafn Kúld, Örvar Samúelsson, Mikael Máni Sigurðsson og Óskar Páll Valsson.

Keppt var í holukeppni og varð GA-sveitin í öðru sæti á eftir Golfklúbbi Reykjavíkur í riðli og komst því í undanúrslit. Þar lutu GA-strákarnir í lægra haldi fyrir sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, sem varð á endanum Íslandsmeistari. Í umspili um þriðja sætið tapaði sveit GA svo naumlega gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Nánar hér á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar

Myndavefur Golfsambands Íslands