Stefanía er með níu högga forskot
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir hefur enn örugga forystu í meistaraflokki kvenna á Akureyrarmótinu í golfi, að loknum öðrum keppnisdegi af fjórum. Hún lék á 79 höggum í gær og 77 í dag.
Stefanía Kristín er því samtals á 156 höggum, 14 yfir pari, en Ólöf María Einarsdóttir hefur slegið 165 högg (81 og 84) og er áfram í öðru sæti. Auður Bergrún Snorradóttir er komin upp í þriðja sæti, lék á 82 höggum í dag en 88 í gær, alls 170. Kara Líf Antonsdóttir var í þriðja sæti eftir gærdaginn og lék því í síðasta hollinu í dag ásamt Stefaníu og Ólöfu. Kara Líf lék á 86 höggum í gær en 88 í dag og er nú í fjórða sæti.
Smellið hér til að sjá stöðuna í meistaraflokki kvenna.
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Ólöf María Einarsdóttir og Kara Líf Antonsdóttir eftir að þær luku keppni í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.