Fara í efni
Golf

Skortur á 240 lítra tvískiptum sorpílátum

Tveir nýjar tunnur, ein gömul. Í fjórum síðustu hverfum bæjarins þar sem verið er að skipta út sorptunnum fá íbúar í sérbýlum ekki nýja tunnu fyrir blandaðan og lífrænan úrgang í bili þar sem ekki ekki eru til nægar tunnur á lager.

Eins og Akureyri.net greindi frá í gær er verið að skipta út síðustu sorpílátunum á Akureyri um þessar mundir.

Samkvæmt minnisblaði, sem dagsett er 10. janúar og kynnt var á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs í vikunni, er hins vegar  vöntun á 240L tvískiptum ílátum og munu íbúar í sérbýlum, þ.e. einbýlishúsum, parhúsum og flestum raðhúsum, í þeim hverfum sem eiga eftir að fá ný ílát, vera áfram með gömlu tvískiptu 240L ílátin fyrir blandaðan úrgang og matarleifar þangað til að þær tvískiptu koma aftur á lager. Nýjar tunnur undir pappír og plast verða hins vegar bornar út og endurvinnslutunnur um leið fjarlægðar, hjá þeim sem eru með slíkar tunnur.

Síðustu breytingabeiðnum sinnt þegar tunnuskiptum lýkur

Þegar öll heimili í bænum hafa fengið nýjar tunnur verður farið í að vinna úr þeim breytingarbeiðnum sem enn hefur ekki verið leyst úr. Íbúum bæjarins er annars bent á heimasíðuna „Flokkum fleira heima“ á heimasíðu Akureyrarbæjar en þar er að finna svör við flestum spurningum er tengjast nýja flokkunarkerfinu. Þar er einnig hægt að leggja inn beiðni um breytingar á tunnum.