Fara í efni
Golf

Sjáðu rástíma allra keppenda lokadaginn

Aron Snær Júlíusson hefur eins höggs forystu í karlaflokki fyrir síðasta keppnisdag Íslandsmótsins. Hér slær hann af 18. teig í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Efstu þrjár konurnar á Íslandsmótinu í golfi hefja leik klukkan 12.20 á morgun, sunnudag, og karlarnir þrír sem eru í efsta sæti fara af stað klukkan 12.40.

Í síðasta kvennahollinu eru Ragnhildur Kristinsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir. Ragnhildur og Perla hafa leikið á 223 höggum en Hulda Clara á 209, þannig að hún er komin með níu fingur á Íslandsbikarinn.

Spennan er mun meiri í karlaflokki. Í síðasta hollinu eru Jóhannes Guðmundsson (208 högg), Hlynur Bergsson (207) og Aron Snær Júlíusson (206). Í næst síðasta holli, sem fer út klukkan 12.30, eru Dagbjartur Sigurbrandsson (214), Tumi Hrafn Kúld (212) og Birgir Björn Magnússon (212). Allir þessir kappar eiga möguleika á sigri, svo og þremenningarnir í þriðja síðasta hollinu, sem hefur leik 12.20; Sverrir Haraldsson (215), Rúnar Arnórsson (215) og Hlynur Geir Hjartarson (214). Hlutirnir geta breyst hratt á golfvellinum, eins og allir vita. 

Smelltu hér til að sjá rástíma allra keppenda lokadaginn.