Golf
Örvar og Andrea efst á Akureyrarmótinu
12.07.2024 kl. 14:30
Örvar Samúelsson og Andrea Ýr Ásmundsdóttir á fyrsta teig í dag, á öðrum degi Akureyrarmótsins. Myndir: Skapti Hallgrímsson
Örvar Samúelsson og Andrea Ýr Ásmundsdóttir höfðu forystu í meistaraflokkum eftir fyrsta dag Akureyrarmótsins í golfi sem hófst í gær og lýkur á sunnudag. Leiknar eru 36 holur hvern dag.
Örvar lék á 73 höggum í gær, tveimur yfir pari vallarins. Hann fór fyrri níu brautirnar á 37 höggum og seinni níu á 36 höggum, sem hvort tveggja er einu höggi undir pari.
Annar í meistaraflokki karla eftir gærdaginn var Lárus Ingi Antonsson á 74 höggum (39 + 35) og þriðji Valur Snær Guðmundsson á 75 höggum (39 + 36).
Andrea Ýr lék á 77 höggum í gær, fyrri níu brautirnar á 40 höggum og þær seinni á 37. Lilja Maren Jónsdóttir var önnur á 82 (44 + 38) og þriðja Kara Líf Antonsdóttir á 84 (42 + 42)