Fara í efni
Golf

Ísland upp um deild í piltagolfinu

Piltalandsliðið sem keppir í Slóvakíu. Skúli Gunnar Ágústsson er annar frá vinstri og Veigar Heiðarsson annar frá hægri. Mynd: golf.is.

Tveir keppendur frá Golfklúbbi Akureyrar eru þessa dagana staddir í Slóvakíu með piltalandsliði Íslands sem tekur þátt í Evrópumóti í liðakeppni áhugamanna. 

Íslenska liðið er komið í úrslitaviðureign A-riðils í 2. deild og þar með búið að vinna sér sæti í efstu deild á næsta móti. Íslenska liðið vann það skoska í undanúrslitum, 4-3 og mætir Austurríki í úrslitaviðureign í dag. Skúli Gunnar Ágústsson og Veigar Heiðarsson eru fulltrúar GA í piltalandsliðinu. 

Skúli Gunnar Ágústsson

  • 1. keppnisdagur: 70 högg (-2). Fimm fuglar, þrír skollar, í 10. sæti.
  • 2. keppnisdagur: 77 högg (+3). Varð í 26. sæti í höggleiknum.

Veigar Heiðarsson

  • 1. keppnisdagur: 71 högg (-1). Fimm fuglar, fjórir skollar, 14. sæti.
  • 2. keppnisdagur: 69 högg (-3). Samtals á fjórum undir pari, var með 6. besta skorið í höggleiknum.

Nánari upplýsingar um íslenska liðið og árangur þess: