Fara í efni
Golf

Hulda Clara með mikla yfirburði

Hulda Clara Gestsdóttir eftir að hún púttaði í 18. holuna og lauk keppni í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar hefur gífurlega yfirburði í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi. Þriðja keppnisdegi af fjórum er lokið á Jaðarsvelli og Hulda Clara hefur 14 högga forskot á keppinauta sína fyrir síðasta daginn.

Hulda Clara lék á 70 höggum fyrsta daginn, 69 í gær og 70 í dag. Par vallarins er 71 högg. Hún fór 13 holur á pari í dag, þrjár á erni (einu höggi undir pari) og tvær á skolla (einu höggi yfir pari).

Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, báðar úr GR, hafa leikið á 223 höggum, 10 yfir pari vallarins, en Hulda Clara er á fjórum undir pari – 209 höggum.

Akureyringurinn Andrea Ýr Ásmundsdóttir er í 5. til 7. sæti á 15 höggum yfir pari, 228.

Smellið hér til að sjá skor allra keppenda.