Fara í efni
Golf

Guðmundur sló fyrsta sólarhöggið

Guðmundur E. Lárusson slær upphafshögg Arctic Open í hádeginu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Árlegt Miðnætursólarmót Golfklúbbs Akureyrar, Arctic Open, hófst í hádeginu þegar Guðmundur E. Lárusson sló af fyrsta teig. Fjórir félagar í Golfklúbbi Akureyrar voru í fyrsta hollinu en í ár eru 60% þátttakenda ferðamenn, erlendir eða innlendir, sem er meira en venjulega. Skráðir keppendur eru 252, eftirspurnin hefur ekki verið meira síðan elstu menn muna og uppselt var á mótið fyrr en nokkru sinni.

Veður er mjög gott á Akureyri, reiknað er með að rignt gæti seint í kvöld en á morgun verður einmunablíða og allar líkur á að fjöldinn leiki þá í glampandi sól, og miðnætursól þegar það fallega nafn á við.

Guðmundur Ómar Guðmundsson sló annað högg mótsins að þessu sinni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórhallur Pálsson sló þriðja höggið. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Birgir Ingvason var sá fjórði og síðasti sem sló af teig í fyrsta hollinu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.