Golf
Bjart yfir kylfingum á Jaðarsvelli
26.06.2021 kl. 06:00
Skimað eftir boltanum í sólinni upp úr miðnætti í nótt! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Keppni lauk í nótt á Arctic open mótinu í golfi, árlegu miðnætursólarmóti Golfklúbbs Akureyrar sem stóð sannarlega undir nafni í gærkvöldi og inn í nóttina. Sterk sunnanátt setti svip á gærdaginn en kylfingar sem blaðamaður hitti við 18. flöt skömmu fyrir miðnætti voru alsælir eftir nokkurra klukkustunda keppni við sjálfa sig, sólin og félagsskapurinn var þeim ofar í huga en „lognið“ og höggafjöldinn! Keppendur voru 252 að þessu sinni og allt gekk eins og í sögu að sögn. Þessari skemmtilegu, árlegu golfhátíð lýkur með veislu í golfskálanum á Jaðri í kvöld.
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.