Fara í efni
Golf

Andrea Ýr og Eyþór Akureyrarmeistarar

Eyþór Hrafnar Ketilsson og Andrea Ýr Ásmundsdóttir urðu Akureyrarmeistarar í golfi í gær. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Eyþór Hrafnar Ketilsson og Andrea Ýr Ásmundsdóttir urðu Akureyrarmeistarar í golfi í meistaraflokki í gær, þegar fjögurra daga Akureyrarmóti lauk.

Andrea Ýr hafði örugga forystu frá upphafi mótsins en keppni í meistaraflokki karla var jöfn og skemmtileg. Eyþór Ingi var efstur eftir tvo daga en á þriðja degi lék Akureyrarmeistari síðasta árs, Lárus Ingi Antonsson, best allra á mótinu fram að því – á pari vallarins, á meðan Eyþór lék sex á höggum yfir pari og Lárus hafði tveggja högga forystu fyrir síðasta daga.

Örvar á tveimur undir pari

Í gær lék Lárus Ingi síðan á fimm höggum yfir pari en Eyþór á pari og fagnaði sigri. Það var hins vegar Örvar Samúelsson sem lék best allra í gær; var magnaður og lék völlinn á tveimur höggum undir pari, sem var besti hringur allra á mótinu. Örvar lék fyrri níu holurnar á 36 höggum en seinni níu á 33. Mjög slæmur annar dagar kom í veg fyrir að Örvar blandaði sér í toppbaráttuna, hann lék þá á 84 höggum, 15 fleiri en í gær.

Lokastaðan í meistaraflokki karla:

  • 293 Eyþór Hrafnar Ketilsson 72 – 73 – 77 – 71 (9 yfir pari)
  • 295 Lárus Ingi Antonsson 75 – 73 – 71 – 76 (11 yfir pari)
  • 297 Tumi Hrafn Kúld 74 – 76 – 74 – 73 (13 yfir pari)
  • 308 Örvar Samúelsson 79 – 84 – 76 – 69 (24 yfir pari)
  • 311 Mikael Máni Sigurðsson 81 – 76 – 76 – 78 (27 yfir pari)
  • 315 Veigar Heiðarsson 74 – 84 – 83 – 74 (31 yfir pari)
  • 318 Óskar Páll Valsson 81 – 79 – 78 – 80 (34 yfir pari)
  • 320 Patrik Róbertsson 79 – 83 – 80 – 78 (36 yfir pari)
  • 320 Magnús Finnsson 76 – 83 – 82 – 79 (36 yfir pari)

Lokastaðan í meistaraflokki kvenna:

  • 306 Andrea Ýr Ásmundsdóttir, 73 – 81 – 77 –  75 (22 yfir pari)
  • 338 Kara Líf Antonsdóttir, 82 – 86 – 87 – 83 (54 yfir pari)
  • 341 Kristín Lind Arnþórsdóttir, 82 – 88 – 85 – 86 (57 yfir pari)

Akureyrarmeistarar í öðrum flokkum urðu þessir:

  • 1. flokkur karla Konráð Vestmann Þorsteinsson
  • 1. flokkur kvenna Elva Hlín Dereksdóttir
  • 2. flokkur karla Heiðar Kató Finnsson
  • 2. flokkur kvenna Björg Ýr Guðmundsdóttir
  • 3. flokkur karla Baldur Ingi Karlsson
  • 3. flokkur kvenna Guðrún Sigurðardóttir
  • 4. flokkur karla Eggert H. Sigmundsson
  • Öldungar 50 ára og eldri Ólafur Auðunn Gylfason
  • Öldungar 50 ára og eldri Þórunn Anna Haraldsdóttir
  • Öldungar 65 ára og eldri Lovísa Erlendsdóttir
  • Öldungar 70 ára og eldri Heimir Jóhannesson

Akureyrarmeistararnir í meistaraflokki, Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Eyþór Hrafnar Ketilsson. Mynd af Facebook síðu GA.

Þrír efstu í meistaraflokki karla, frá vinstri: Lárus Ingi Antonsson, Eyþór Hrafnar Ketilsson og Tumi Hrafn Kúld.

Meistaraflokkur kvenna; Kara Líf Antonsdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Kristín Lind Arnþórsdóttir.

Frétt Akureyri.net um fyrsta dag mótsins

Frétt Akureyri.net um annan dag mótsins

Frétt Akureyri.net um þriðja dag mótsins