Andrea varð sjöunda og Veigar endaði í 13. sæti
Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Veigar Heiðarsson léku best Akureyringa á Íslandsmótinu í golfi sem lauk á Urriðavelli í Garðabæ í gær. Andrea lék samtals á níu höggum yfir pari vallarins og varð sjöunda en Veigar, sem lék á aðeins einu höggi yfir pari, endaði í 13. sæti.
Íslandsmeistari kvenna varð Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, á 283 höggum og þrjár urðu jafnar í 2. til 4. sæti á 285 höggum.
Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja varð Íslandsmeistari karla á 273 höggum. Hlynur Geir Hjartarson, Golfklúbbi Selfoss, var aðeins einu höggi á eftir
Golfklúbbur Akureyrar sendi átta keppendur á Íslandsmótið og fóru fimm þeirra í gegnum niðurskurð að loknum tveimur dögum. Hér má sjá hvernig Akureyringunum gekk.
Andrea Ýr Ásmunsdóttir lék á níu höggum yfir pari samtals og varð sjöunda á Íslandsmótinu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Kvennaflokkur
- 293 – Andrea Ýr Ásmunsdóttir (+9) 72 – 73 – 75 – 73 (7. sæti)
Karlaflokkur
- 285 – Veigar Heiðarsson (+1) 75 – 70 – 66 – 74 (13.)
- 295 – Skúli Gunnar Ágústsson (+11) 74 – 80 – 71 – 70 (25. - 26. sæti)
- 301 – Tumi Hrafn Kúld (+17) 84 – 69 – 75 – 73 (37. - 39. sæti)
- 307 – Valur Snær Guðmundsson (+23) 80 – 75 – 80 – 72 (52. - 56. sæti)
Þrír Akureyringanna komust ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum tveimur keppnisdögum.
- 159 – Mikael Máni Sigurðsson (+17) 86 – 73
- 167 – Lárus Ingi Antonsson (+25) 87 – 80
- 168 – Óskar Páll Valsson (+26) 83 – 85