Fara í efni
Golf

Akureyrarbær semur við fjögur íþróttafélög

Að undirritun lokinni. Frá vinstri: Nói Björnsson, formaður Þórs, Bjarni Þórhallsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar, Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Dagbjartur Halldórsson, formaður Hestamannafélagsins Léttis, og Sævar Pétursson framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Akureyrar. Mynd: Akureyrarbær.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og fulltrúar fjögurra íþróttafélaga innan Íþróttabandalags Akureyrar undirrituðu í vikunni nýja rekstrar- og þjónustusamninga milli Akureyrarbæjar og félaganna. Samningarnir gilda til fimm ára.

Í frétt á vef Akureyrarbæjar segir að rekstrarsamningarnir snúi að framlagi Akureyrarbæjar og hlutverki íþróttafélaganna sem sjá um rekstur og starfsmannahald íþróttamannvirkja sem Akureyrarbær á að hluta eða að fullu. Þjónustusamningarnir varða faglegt starf íþróttafélaganna og reiknast framlag Akureyrarbæjar til félaganna út frá iðkendafjölda hvers félags.

Aðildarfélög ÍBA sem endurnýjuðu samninga við Akureyrarbæ að þessu sinni voru Íþróttafélagið Þór, Hestamannafélagið Léttir, Golfklúbbur Akureyrar og Knattspyrnufélag Akureyrar. Framlag bæjarins á þessu ári til reksturs mannvirkja er sem hér segir:

Þór

  • Rekstrarsamningur – 75,3 milljónir kr.
  • Þjónustusamningur – 10,5 milljónir kr.

KA

  • Rekstrarsamningur – 82,5 milljónir kr.
  • Þjónustusamningur – 15,7 milljónir kr.

GA

  • Rekstrarsamningur – 25 milljónir kr.
  • Þjónustusamningur – kr. 630.000 kr.

Léttir