Fara í efni
Gervigreind

Mikilvægur leikur Þórs og Keflavíkur í kvöld

Amandine Toi skoraði 31 stig í leiknum um titilinn meistarar meistaranna sem Þór vann með fjögurra stiga mun í haust. Mynd: karfan.is - Gunnar Jónatansson.

Þór og Keflavík mætast í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19:15 í 13. umferð Bónusdeildar kvenna í körfuknattleik. Hér er um mikilvægan leik fyrir bæði lið í toppbaráttu deildarinnar. Liðin sitja í 2. og 3. sæti deildarinnar, hafa bæði unnið átta leiki. 

Þessi lið mættust í Keflavík í fyrri umferðinni. Þann leik unnu Keflvíkingar með fjögurra stiga mun, 97-93. Fyrr í haust mættust liðin einnig í Keflavík í leiknum um titilinn meistarar meistaranna þar sem Þór vann fjögurra stiga sigur, 86-82. Það má því vonandi búast við jöfnum og spennandi leik í Höllinni í kvöld.

Fjórir leikir voru spilaðir í deildinni í gærkvöld. Fyrir umferðina voru fjögur lið jöfn með átta sigra, þ.e. Keflavík og Þór, sem mætast í kvöld, og svo Tindastóll sem tapaði fyrir Val og Njarðvík sem tapaði fyrir toppliði Hauka í gær. Það er því ljóst að sigurliðið í kvöld situr eitt í 2. sæti deildarinnar þegar 13. umferðinni lýkur. Haukar eru áfram með örugga forystu á toppnum, hafa unnið 11 leiki. Línur hafa skýrst örlítið á milli efri og neðri hluta deildarinnar, en eins og í fyrra verður deildinni tvískipt að lokinni tvöfaldri umferð (18 leikir) og mætast þá fimm efstu liðin innbyrðis og fimm neðstu einnig.

Eins og staðan er núna eru Haukar, Keflavík, Þór, Tindastóll og Njarðvík í fimm efstu sætunum með átta sigra eða fleiri, en önnur lið eru með fimm sigra eða færri. Þetta getur auðvitað breyst eitthvað í fimm síðustu umferðunum.

  • Leikirnir sem Þór á eftir fyrir tvískiptingu:
    Heimaleikir: Haukar og Stjarnan
    Útileikir: Tindastóll, Aþena, Njarðvík

  • Bónusdeild kvenna í körfuknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19:15
    Þór - Keflavík

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Nokkur heilræði varðandi gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
01. október 2024 | kl. 09:30