Fara í efni
Gervigreind

Fernur ekki lengur í sér gám á grenndarstöðvum

Nýir sorpgámar með merkingum á íslensku, ensku og pólsku eru komnir á allar grenndarstöðvar á Akureyri. Aðalbreytingin er að sléttur pappi og fernur fara nú í sama gám.

Um síðustu helgi voru gerðar þær breytingar á grenndarstöðvum Akureyrar  og gámasvæði Akureyrarbæjar, að Íslenska gámafélagið tók við þjónustunni. Terra hefur undanfarin ár séð um þessa þjónustu en Íslenska gámafélagið hafði betur í í útboði.

Bylgjupappi nú í sér gám

Stærsta breytingin sem íbúar bæjarins verða varir við í tengslum við þessi þjónustuskipti er sú að nú má henda drykkjarfernum með sléttum pappa. Hingað til hefur það verið þannig að bylgjupappi og sléttur pappi hafa farið í sama gám, á meðan fernurnar hafa verið sér en nú er það bylgjupappanum sem verður safnað í sér gám. Pappír og dagblöð fara eftir sem áður í sér gám. Samkvæmt minnisblaði fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð dagsett 10. janúar er þessi breyting gerð til að samræmast staðli um Fenúr merkingar en Fenúr er fagráð um endurnýtingu og úrgang og býr til samræmdar flokkunarmerkingar. Þetta samræmist einnig regluverki úrvinnslusjóðs.

Grenndarstöðvar á Akureyri eru 10 talsins. Íslenska gámafélagið sér nú um að þjónusta þær sem og gámasvæðið við Réttarhvamm í stað Terru. 

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Nokkur heilræði varðandi gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
01. október 2024 | kl. 09:30