Fara í efni
Gamli skóli

Ástarbrautin – milli vista karla og kvenna

Mynd: Kristján Pétur Guðnason 1980

GAMLI SKÓLI – 9

  • Í þessum mánuði eru 120 ár síðan hið gamla, glæsilega skólahús Menntaskólans á Akureyri var tekið í notkun. Akureyri.net birtir af því tilefni einn kafla á dag út mánuðinn úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri.

Útsýni úr heimavistarhúsi skólans austur yfir Stefánslund vorið 1980 og þáverandi hús skólans, Gamla skóla, Leikfimishúsið og Möðruvelli. Eftir að nýtt heimavistarhús reis vestanvert á lóð skólans á árunum um 1950 var lagður gangstígur milli Gamla skóla og þessa nýja heimavistarhúss. Var stígurinn fljótt nefndur Ástarbrautin. Nafnið á rætur að rekja til þess að fyrst var tekin í notkun syðsti hluti nýja heimavistarhússins, Kvennavistin, en karlavistir voru áfram í Gamla skóla. Eftir dansleiki á Sal fylgdu piltar stúlkunum sínum heim og gengu þá stíginn frá Gamla skóla upp að Kvennavistum með ást í hjarta og koss á vör. Þá varð til nafnið Ástarbrautin.

  • Ástarbrautin er kafli úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri sem Völuspá gaf út árið 2013. Höfundur bókarinnar er Tryggvi Gíslason, skólameistari frá 1972 til 2003.