Fyrirtækið Heilsuvernd
Akureyrarvaka: Hvað er um að vera í dag?
30.08.2024 kl. 08:00
Rökkurró, setningarhátíð Akureyrarvöku á síðasta ári í Lystigarðinum. Þá voru forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, í opinberri heimsókn á Akureyri. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Afmælisdagur Akureyrar var í gær, 29. ágúst. Þá voru 162 ár síðan bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Akureyrarvaka, árleg menningarveisla og afmælishátíð bæjarins, hefst svo í dag og stendur til sunnudags.
Hátíðin hefst formlega með Rökkurró, samkomu í Lystigarðinum kl. 20.30 í kvöld en ýmislegt er á döfinni fram að því eins og hér má sjá.
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST
- 10.15 Akureyrarvikufáninn dreginn að húni efst í Listagilinu.
- 14.00 ÁLFkonur, Áhugaljósmyndarafélag fyrir konur.
Ljósmyndasýning í verslun Pennans/Eymundssonar í miðbænum. Sýningin stendur alla helgina og á mánudaginn er hægt að fá ljósmyndir gefins. - 15.00 Flugsafn Íslands - 100 ár liðin frá fyrsta fluginu til Íslands.
Ný sýning opnuð, vöfflukaffi í boði Arnarins, hollvinafélags safnsins. Flugsveitin sýnir listflug ef veður leyfir. - 17.00 Sýningin Ást á rauðu ljósi opnuð í GLUGGANUM, Hafnarstræti 88. Sýningin stendur alla helgina.
GLUGGINN verður í ástarham á Akureyrarvölu. Sýningin segir sögu af pari sem skreppur í lautartú sér til upplyftingar. Opnunin í dag frá kl. 17.00 til 19.00. - 19.00 Stórtónleikar XXX Rottweiler hunda í Íþróttahöllinni á Akureyri. Tónleikunum lýkur kl. 23.00.
Einnig koma fram Emmsjé Gauti, St Pete, Úlfur Úlfur, Blaffa og DJ Lilja - 20.00 Opnun sýningarinnar REMEDÍU í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Opið til kl. 23.00. Sýningin stendur alla helgina.
40 félagar í Myndlistarfélaginu sýna verk sín. - 20.30 Rökkurró, setningarathöfn Akureyrarvöku í Lystigarðinum.
Dansatriði frá Dansskóla Steps og Sunnevu Kjartansdóttur sumarlistamanni Akureyrar. Söngkvartettinn Ómar, Brasskvintett Norðurlands og Svavar Knútur. Rökkurró lýkur um kl. 22.00. - 21.00 Þó líði ár og öld - Tónleikar á Græna hattinum þar sem farið verður yfir sögu Tónaútgáfunnar í tali og tónum.
- 22.00 Draugaslóð á Hamarkotstúni. Bílastæði á gamla tjaldsvæðinu við Hótel Berjaya.
- 22.00 Tríó Kristjáns Edelstein með tónleika á LYST. Tónleikunum lýkur kl. 23.00.
- 22.00 Rómatískt síðkvöld með Tríói Akureyrar á Mósa Bistró í Hofi, til 23.30.
Tríó Akureyrar er skipað tónlistarmönnunum Valmari Väljaots, Jóni Þorsteini Reynissyni og Erlu Dóru Vogler.