Fara í efni
Frjálsíþróttir

Dimissio í Gamla skóla vorið 1958

GAMLI SKÓLI – 20

  • Í þessum mánuði eru 120 ár síðan hið gamla, glæsilega skólahús Menntaskólans á Akureyri var tekið í notkun. Akureyri.net birtir af því tilefni einn kafla á dag út mánuðinn úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri.

Lokadansleikur á Sal á vorið 1958, dimissio. Prúðbúið, virðulegt og fólk sem finnur til ábyrgðar á átakatímum kalda stríðsins í skugga kjarnorkukapphlaups Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þegar Dwight D. Eisenhower var forseti og Nikita Khrushchev aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands og forsætisráðherra Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins.

Þessir nemendur þekkjast: Rannveig Sigurðardóttir frá Möðruvöllum í Hörgárdal, Rúnar Guðjónsson frá Borgarnesi, Gígja Björk Haraldsdóttir frá Sauðárkróki, Björn Ólafsson frá Stykkishólmi, Hörn Harðardóttir úr Reykjavík, Hólmfríður Kristjánsdóttir frá Stykkishólmi, Angantýr Einarsson frá Akureyri, Laufey Vilhjálmsdóttir frá Siglufirði, Jóhann Óli Garðarsson frá Akureyri, Anna Lárusdóttir frá Reykjavík, Sævar Vigfússon frá Akureyri, Bergljót Ólafsdóttir frá Stykkishólmi, Lovísa Sigurðardóttir frá Stykkishólmi, Hjörtur Pálsson frá Akureyri, Jón Sæmundur Sigurjónsson frá Siglufirði, Örn Guðmundsson frá Stykkishólmi, Benedikt Guðmundsson frá Patreksfirði, Auður Filippusdóttir frá Hrísey, Skúli Sigurðsson frá Hemlu í Vestur Landeyjum, Svana Þorgeirsdóttir frá Akranesi, Eyjólfur Busk úr Reykjavík, Magnús Skúlason frá Akureyri, Ole Aadnegaard frá Sauðárkróki, Haraldur Árnason frá Lönguhlíð í Hörgárdal, Aðalsteinn Davíðsson frá Eiðum, Guðmundur Arason frá Grýtubakka.

Mynd: Hængur Þorsteinsson

Myndin er tekin í „veitingastofu“ þar sem nú er stofa 15. Í veitingastofunni voru seldar veitingar, maltöl og appelsín, Prins Polo og negrakossar – og þar mátti reykja. Á myndinni sjást þeir félagar og bekkjarbræður Andrés Valdimarsson, síðar sýslumaður, og Bergur Felixson, síðar forstöðumaður Leikskóla Reykjavíkur og njóta lífsins. 

  • Dimissio 1958 er kafli úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri sem Völuspá gaf út árið 2013. Höfundur bókarinnar er Tryggvi Gíslason, skólameistari frá 1972 til 2003.