Frjálsíþróttir
Baldvin komst í úrslit 3000 m hlaups á HM
18.03.2022 kl. 14:00
Baldvin Þór á Meistaramóti Íslands á Akureyri í fyrrasumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Baldvin Þór Magnússon úr Ungmennafélagi Akureyrar, sem stundar nám og íþrótt sína í Bandaríkjunum, er kominn í úrslit í 3.000 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss.
Mótið er í Belgrad, höfuðborg Serbíu, og undanriðlar fóru fram í morgun. Baldvin hljóp á 7:49,34 mín. og varð í sjötta sæti af 34 keppendum. Þeir 15 bestu komust í úrslit sem verða á sunnudagsmorgun. Hlaupið hefst kl. 11.10 og verður í beinni útsendingu á RUV 2.
Þetta er í fyrsta sinn sem Baldvin tekur þátt í HM. Hann verður 23 ára eftir fáeina daga. Íslandsmet hans í greininni er 7:47,51 mín.