Fara í efni
Framhaldsskólar

Meistari Jón Már hættir í MA í vor

Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, við brautskráningu 17. júní á síðasta ári. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Jón Már Héðinsson lætur af starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri að loknu þessu skólaári, eftir 42 ára starf. Hann tilkynnti ákvörðun sína á fundi með starfsmönnum skólans í dag.

Jón Már, sem er Patreksfirðingur, varð stúdent frá MA 1974 og sneri aftur árið 1980 þegar hann var ráðinn kennari við skólann. Hann tók við starfi skólameistara haustið 2003 þegar Tryggvi Gíslason hætti störfum.

Jón Már verður 69 ára síðar í þessum mánuði. Síðasta embættisverk hans verður brautskráning 17. júní.