Fara í efni
Framhaldsskólar

Í sól og sumaryl enn á ný – MYNDIR

Í sól og sumaryl í Lystigarðinum á Akureyri í dag. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Hefði Gylfi Ægisson ekki samið lagið fallega, Í sól og sumaryl, í Lystigarðinum á Akureyri fyrir margt löngu er næsta víst að einhver gripið tækifærið þar í dag. Aðstæður til þess gerast að minnsta kosti ekki ákjósanlegri.

Veðrið hefur leikið við Akureyringa og gesti þeirra síðustu daga og þeim var boðið upp á rjómablíðu í allan dag. Skýhnoðri hefur ekki sést á himni, hiti fór mest í 27 stig skv. óstaðfestum mælingum, og sumir beinlínis þökkuðu almættinu fyrir norðanáttina sem kældi þá örlítið niður síðdegis. Veðrið var reyndar með ólíkindum gott í gærkvöldi og alla síðustu nótt, að sögn MA júbílanta sem fóru mjög seint að sofa – eða snemma, það er líklega túlkunaratriði! – sem blaðamaður hitti að máli í dag.

Stúdentar voru útskrifaðir frá Menntaskólanum á Akureyri í dag eins og hefð er fyrir 17. júní. Í Lystigarðinum og næsta nágrenni voru margvísleg skemmtiatriði frá því laust eftir hádegi og fram eftir degi á vegum Akureyrarbæjar í tilefni þjóðhátíðardagsins. 

Meira síðar