Fara í efni
Framhaldsskólar

„HSN er lykilstofnun í samfélaginu“

Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) hefur samskipti við íbúa svæðisins um það bil eitt þúsund sinnum á degi hverjum. Þeir sem sinna heimahjúkrun skrá um 80.000 samskipti á ári við þá sem njóta þjónustu og búast má við að læknar stofnunarinnar fari í tvö til þrjú bráðaútköll með sjúkrabíl á hverjum degi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Jóns Helga Björnssonar, forstjóra HSN, í tilefni þess að 10 ára starfsafmæli stofnunarinnar er í dag. Hún varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014.

„Heilbrigðisstofnun Norðurlands er lykilstofnun í samfélaginu. Hún hefur þann megintilgang að skapa góðan ramma utan um gott starfsfólk, hvers hlutverk er svo að veita íbúum öfluga heilbrigðisþjónustu sem stuðlar að vellíðan og heilbrigði þeirra. Við munum halda áfram að rækja okkar mikilvæga hlutverk af natni, fagmennsku og virðingu,“ segir forstjórinn meðal annars í greininni.

Smellið hér til að lesa grein Jóns Helga Björnssonar