Fara í efni
Forseti Íslands

Lokanir gatna vegna Akureyrarvöku

Helstu lokanir gatna sem gilda frá kl. 11 í dag til hádegis á sunnudag vegna viðburða á Akureyrarvöku.

Akureyrarbær hefur auglýst lokanir gatna í dag og næstu daga vegna viðburða á Akureyrarvöku. Þá hvetja skipuleggjendur Akureyrarvöku gesti eindregið til að nýta aðra samgöngumáta að svæðinu og minna á að fátt er hollara en góð gönguferð.

Lokun föstudaginn 30. ágúst kl. 21:30-23:45

  • Vegna Draugaslóðar á Hamarkotstúni verða hlutar Þórunnarstrætis, Hamarstígs og Byggðavegar lokaðir fyrir umferð ökutækja kl. 21:30-23:45, en þó geta íbúar og neyðaraðilar ekið um Þórunnarstræti og hluta Hamarstígs (grænt á kortinu neðar í fréttinni).
  • Gestum Draugaslóðar er bent á að nýta sérstök bílastæði sem verða á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti (sjá mynd) á sama tíma (gult á kortinu neðar í fréttinni). Umferðarstýring inn á svæðið verður í höndum björgunarsveitarfólks frá Súlum.

Eftirfarandi lokanir taka gildi kl. 11 í dag, föstudag, og vara til hádegis á sunnudag:

  • Kaupvangsstræti (Listagilinu) verður lokað fyrir neðan Eyrarlandsveg og niður að Hafnarstræti.
  • Ráðhústorg
  • Skipagata frá Ráðhústorgi að Hofsbót
  • Strandgata frá Ráðhústorgi að Geislagötu
  • Túngata frá Bankastíg að Ráðhústorgi
  • Göngugötuhluti Hafnarstrætis verður lokaður eins og verið hefur

Helstu bílastæði við hátíðarsvæði:

  • Menningarhúsið Hof
  • Ráðhúsið
  • Skipagata
  • Hofsbót
  • Íþróttahöllin
  • Kaupvangur
  • Berjaya Akureyri hótel
  • Neðan við Rósenborg
  • Sundlaug Akureyrar
  • Menntaskólinn á Akureyri

Bæjarbúar eru hvattir til að nota umhverfisvænar samgöngur að og frá hátíðarsvæðunum.