Má bjóða þér appelsínu-, epla- eða tjörusjampó?
SÖFNIN OKKAR – 51
Frá Iðnaðarsafninu á Akureyri_ _ _
Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það er gert vikulega, á fimmtudögum.
Mannkynið hefur þrifið sig á ýmsan hátt í gegnum tíðina og mælikvarði á persónulegt hreinlæti breyst mikið. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar og kemur hland oft við sögu við gerð hreinlætisvara fyrri tíðar, bæði úr mönnum og dýrum. Það þótt til að mynda góð aðferð að þvo hár sitt úr kúahlandi sem hafði verið látið standa um tíma í fötu eða öðru íláti. Í keytunni svokölluðu höfðu þar með orðið efnabreytingar og bæði hár og ull urðu vissulega hrein eftir þvottinn.
Kopral flösu sjampóið - tjörusjampóið.
Annars kona efnatilraunir voru gerðar í Sápu- og efnagerðinni Sjöfn sem stofnuð var árið 1932. Framleiðslan fór lengst af fram í Grófargili (sem nú er Listagilið), og í Glerárgötu 28 en árið 1986 flutti starfsemin í nýtt stórhýsi við Austursíðu þar sem nú er verslunarmiðstöðin Norðurtorg.
Framleiðslan var í fyrstu bundin við ræsti- og hreinlætivörur s.s. tannkrem, þvottalög, þvottaduft og hársnyrtivörur svo fá eitt sé upptalið. Sjampóið og hárnæringin ilmaði af eplum og appelsínu en svo var líka hið svo kallaða tjörusjampó.
Kopral tjörusjampóið var framleitt úr náttúrulegri sápu og viðartjöru. Sannarlega óvenjuleg blanda því tjara var einkum notuð til að bika húsveggi og þök. Tjörulöguð sápa reyndist hins vegar vel fyrir þurrt hár, soriasis og ekki síst gegn hinni alræmdu flösu, jafnvel enn betur en Orange Shampo. Ekki var nefnt hvernig tjörusjampóið lyktaði en Aðalstein Jónsson framkvæmdastjóri Sjafnar sagði í viðtali við í Degi 27. september 1979 að Kopral vörurnar væru „sérstaklega ætlaðar fyrir þá sem fara mjög oft í steypibað …“
Mikið af framleiðsluvörum frá Sjöfn er að sjá á Iðnaðarsafninu á Akureyri sem er opið daglega frá 13-16 á veturna en 11-17 á sumrin.
Auglýsing sem birtist 26. október 1934 í Nýja dagblaðinu, sem gefið var út í Reykjavík.
Fyrsta húsnæði Sjafnar í Grófargili sem nú heitir Kaupvangsstræti en er gjarnan kallað Listagil.
Starfsfólk Sápu- og efnagerðarinnar Sjafnar.