Flugsafn Íslands
Flugið heillar marga sem fyrr – MYNDIR
30.06.2024 kl. 14:00
Myndir: Þorgeir Baldursson
Árlegur Flugdagur Flugsafns Íslands á Akureyri fór fram í gær í blíðskaparveðri og mikill fjöldi fólks lagði leið sína á flugvöllinn sem endranær.
Hátt í 30 flugvélar voru þar til sýnis og á annan tug tók þátt í flugsýningunni. TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, var á staðnum, kempur á nokkrum listflugvélum sýndu listir sínar eins og venjulega, en fréttnæmast þegar fram í sækir mun væntanlega þykja að rafmagnsflugvél tók á loft í fyrsta skipti á Akureyri.
Þorgeir Baldursson fylgdist gaumgæfilega með á Akureyrarflugvelli og býður hér til myndaveislu.