Fimleikar
Ármann Ketilsson fimleikaþjálfari ársins
28.11.2024 kl. 12:15
Ármann Ketilsson, fimleikaþjálfari ársins hjá FSÍ. Innfelda myndin er skjáskot úr Föstudagsþættinum sem sýndur var á N4 á sínum tíma. Aðalmyndin er af Facebook-síðu fimleikadeildar KA.
Ármann Ketilsson, yfirþjálfari krílahópa hjá fimleikadeild KA, hefur verið valinn þjálfari ársins hjá Fimleikasambandi Íslands.
Á Facebook-síðu fimleikadeildar KA er sagt frá því að þetta hafi verið tilkynnt á uppskeruhátíð FSÍ í gær og Ármann valinn úr hópi tilnefndra þjálfara. Ármann hefur unnið lengi sem yfirþjálfari krílahópa og líklegt að flestallir iðkendur fimleikadeildarinnar hafi byrjað í hópnum hjá Ármanni.
Við val á þjálfara ársins eru eftirtalin atriði höfð að leiðarljósi:
- Þjálfari sem á í góðu samstarfi við iðkendur, foreldra, samþjálfara og starfsfólk félagsins.
- Þjálfari þar sem lítið sem ekkert brottfall er.
- Þjálfari sem nær góðum framförum hjá þeim hópi/um sem hann þjálfar.