Fara í efni
Eyjafjarðarsveit

Tvíhöfði í blaki heima og íshokkí syðra

Akureyrarlið í eldlínunni í dag: Blak á Akureyri, hokkí í Grafarvogi.

Akureyrarliðin í blaki og íshokkí verða í eldlínunni í dag og svokallaður tvíhöfði hjá báðum. Blalið KA eiga heimaleiki í dag, en hokkílið SA spila fyrir sunnan.

Blaklið KA eru bæði á toppi sinna deilda, Unbroken-deilda karla og kvenna. Karlaliðið er í efsta sætinu með 15 stig, jafnmörg stig og Hamar. Kvennalið KA er einnig með 15 stig og er fimm stigum á undan næsta liði, HK. Bæði liðin eiga heimaleik gegn Þrótti úr Reykjavík í dag.

  • Unbroken-deild karla í blaki 
    KA-heimilið kl. 15
    KA - Þróttur R.
  • Unbroken-deild kvenna í blaki
    KA-heimilið kl. 17:30
    KA - Þróttur R.

Íshokkílið Skautafélags Akureyrar eru á suðurleið og mæta bæði liðum Fjölnis í Egilshöllinni síðdegis og í kvöld. Karlalið SA er í 2. sæti deildarinnar með sex stig, eins og Fjölnir, en SA hefur leikið þrjá leiki og Fjölnir fimm. Íslandsmeistarar SR eru á toppnum með 12 stig eftir fimm leiki. Kvennalið SA er einnig í 2. sæti sinnar deildar, er með 11 stig, einu stigi minna en Fjölnir. Bæði lið hafa spilað fimm leiki.