Eyjafjarðarsveit
Miklir vatnavextir í „hitabylgju“ - MYNDIR
01.07.2021 kl. 00:30
Eyjafjarðará var óvenju umfangsmikil í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Gífurlegir vatnavextir hafa verið norðanlands í þeirri íslensku „hitabylgju“ sem boðið hefur verið upp á síðustu sólarhringa. Hitinn á Akureyri fór í 25 eða 26 stig í fyrradag og yfir 20 stig í gær, miðvikudag. Ár og lækir voru nánast óþekkjanlegir enda kjöraðstæður fyrir miklar leysingar, mikill hiti og hvassviðri eftir kalt vor þannig að mikill snjór bráðnar nú á skömmum tíma til fjalla.