Fara í efni
Eyjafjarðarsveit

Risakýrin Edda er stórbrotið listaverk

Eldsmiðurinn og listakonan Beate Stormo við Eddu heima í Kristnesi í gær. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Hópur fólks lagði leið sína til Beate Stormo í Kristnesi í gær, 1. maí, til að skoða risakúna Eddu, sem Beate hefur unnið að síðustu misseri. Kýrin er fullgerð, verklokum var fagnað í gær og ljóst að viðstaddir voru afar hrifnir af þessu stóra og stórbrotna listaverki.

Kýrin er um þrír metrar á hæð og fimm á lengd. Á hliðum þessa magnaða járnskúlptúrs er víravirkismynstur og borðar með textum úr ljóðum og sögum um kýr. 

Það var Ferðamálafélag Eyjafjarðar sem réði Beate, Evrópumeistara og margfaldan Íslandsmeistara í eldsmíði, til að hanna og smíða kúna. Hún verður tákn Eyjafjarðarsveitar enda hefur mjólkurframleiðsla lengi verið mjög blómleg í sveitarfélaginu. Ekki hefur verið ákveðið hvar í sveitarfélaginu Eddu verður komið fyrir.

Nánar síðar