„Mikil reynsla og skemmtilegt krydd“
Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs komust áfram í Evrópubikarkeppninni í handbolta í gær, eftir annan sigurinn á KHF Istogu í Kosovo á jafnmörgum dögum. Þriðja umferð keppninnar er framundan, en KA/Þór sat hjá í fyrstu umferðinni.
„Við mættum vel undirbúin í byrjun og náðum að loka á þeirra helstu leikmenn, auk þess að við náðum spila miklu hraðar en daginn áður,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, við Akureyri.net, um seinni leikinn, sem KA/Þór vann 37:34 eftir að hafa mest náð 12 marka forskoti.
„Istougo spila mjög hægan bolta og við náðum að hlaupa af krafti á þær. Auk þess var uppstilltur sóknarleikur okkar frábær; við skoruðum 24 mörk í fyrri hálfleik sem er náttúrlega magnað en við nýttum færin vel og þær brotnuðu. Í seinni hálfleik fengu ungir leikmenn dýrmæta reynslu og við sigldum sigrinum í hús.“
Andri Snær segir þátttöku í Evrópukeppninni „Þetta einvígi er búið að vera mikil reynsla fyrir félagið og skemmtilegt krydd í tímabilið. Við fáum allavega eitt verkefni í viðbót í keppninni sem er skemmtilegt. Nú tekur við langt ferðalag heim og svo förum við að undirbúa okkur fyrir næsta verkefni, hörku leikur við Fram næstu helgi.“
Það var glaðbeittur og hress hópur sagði lagði af stað Istog í rauðabítið í morgun að staðartíma – nákvæmlega klukkan 5:59 að sögn Elvars Jónsteinssonar, fararstjóra. Ekið var yfir til Norður-Makedóníu, þaðan sem flogið er til Póllands. Liðið á að lenda í Keflavík seint í kvöld.
Smelltu hér til að lesa um leikinn í gær.
Smelltu hér til að sjá myndir af fögnuði stelpnanna eftir leikinn.