easyJet
Til Manchester fyrir 2600 kall
24.08.2024 kl. 14:15
Vél easyJet á Akureyrarflugvelli. Ódýrir miðar eru í boði í fyrsta flugi félagsins þaðan til Manchester Mynd: Þórhallur Jónsson
Þann 12. nóvember hefst áætlunarflug Easyjet milli Akureyrar og Manchester. Ekki er hægt að segja annað en flugmiðarnir í þetta fyrsta flug séu hræódýrir því þeir eru nú seldir á 16 evrur sem samsvarar um 2600 krónum.
Fréttamiðillinn ff7.is vakti nýlega athygli á þessu en þar kemur fram að þetta verð miðast við handfarangur. Þar segir einnig að gera megi ráð fyrir því að flugmiðinn heim kosti töluvert meira en fjórum dögum síðar er hægt að flúga tilbaka á 8.100 krónur. Þetta dæmi um flug fyrir fjögurra daga ferð til Manchestar til og frá Akureyri kostar því 10.700 krónur.
Áhugasamir geta kynnt sér borgina betur á síðunni visitmanchester.com