Fara í efni
easyJet

Ný og stærri fríhöfn á Akureyrarflugvelli

Nýi innritunarsalurinn sem tekinn var í notkun á Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði. Um næstu helgi verður opnuð ný fríhöfn í flugvallarbyggingunni. Mynd af Vísi/KMU

Ný fríhöfn verður opnuð á Akureyrarflugvelli um komandi helgi. Icelandair rak þá gömlu en flugvöllurinn sjálfur – Isavia innanlandsflugvellir – mun reka nýju fríhöfnina.

Gerður var þjónustusamningur varðandi vörur við Fríhöfnina ehf. í Keflavík skv. upplýsingum Hjördísar Þórhallsdóttur, flugvallarstjóra og umdæmisstjóra Isavia, og „við verðum með frábært vöruúrval,“ segir hún. Hjördís segir að þjónusta við farþega muni aukast, bæði vegna aukins vöruúrvals og að því leyti að nú verði verslunin alltaf opin þegar vél í millilandaflugi kemur eða fer.

„Okkar frábæru starfsmenn Akureyrarflugvallar sem sinna flugverndinni fá meiri vinnu þar sem þeir munu einnig fá vaktir í búðinni. Þetta mun leiða til þess að Akureyrarflugvöllur fær meira fjármagn til uppbyggingar,“ skrifaði Hjördís á Facebook síðu sína í gær. „Nýja fríhöfnin mun hjálpa okkur með að fá meira millilandaflug sem við höfum unnið hart í að takist og er búið að takast rækilega. Þetta er frábær þróun fyrir Akureyrarflugvöll.“