easyJet
Edelweiss snýr aftur – 41 farþegi frá Zurich
22.06.2024 kl. 06:00
Lentum á slaginu miðnætti og fengum miðnætursól. Farþegar himinglaðir með það!
Þannig hljóðaði skeyti sem Akureyri.net barst frá sælum farþega um borð í vél svissneska flugfélagsins Edelweiss sem kom fyrsta sinni þetta sumarið til Akureyrar á miðnætti í nótt. Flogið var frá Zurich og voru 40 farþegar um borð.
Edelweiss kemur aðra ferð hingað um næstu helgi, fjórum sinnum verður flogið milli Zurich og Akureyrar í júlí og jafnoft í ágúst. Síðan verður gert hlé þar til í febrúar, en fjórum sinnum verður flogið milli þessara tveggja fallegu staða bæði febrúar og mars á næsta ári.
Sendandi skeytisins tók þessar fallegu myndir í nótt.