Dvalarheimilin
Markaður til styrktar Rauða krossinum

Markaðurinn í anddyri Borga undirbúinn. Frá vinstri: Alena Jelinko, Pauline Poitoux og Daniel Grygorachyk.
Skiptinemar við Háskólann á Akureyri standa fyrir fatamarkaði í anddyri Borga í Háskólanum á Akureyri í dag og á morgun, til styrktar Rauða krossinum. Markaðurinn er samstarfsverkefni skiptinemanna, Rauða krossins og umhverfisnefndar háskólans.
Markaðurinn verður opinn í dag frá kl. 13.00 til 15.00 og á morgun, föstudag, frá kl. 9.00 til 12.00.