Drift EA – miðstöð nýsköpunar og frumkvöðla
Logi samstarfsráðherra Norðurlanda
02.01.2025 kl. 12:00

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, mun gegna stöðu samstarfsráðherra Norðurlanda. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra þar að lútandi var samþykkt á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar á Þorláksmessu.
Samstarfsráðherra Norðurlanda ber á byrgð á norrænu ríkisstjórnarsamstarfi innan Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd forsætisráðherra.
Norræna ráðherranefndin var sett á fót árið 1971 og er samstarfsvettvangur ríkisstjórna Íslands, Danmerkur, Finnland, Noregs og Svíþjóðar auk sjálfsstjórnarlandanna Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar sem samþykkt var í Reykjavík 2019 felur í sér markmið um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir 2030.