Fara í efni
Drift EA – miðstöð nýsköpunar og frumkvöðla

Gáfu Barnaspítalasjóði Hringsins 863 þúsund

Tómas Óli Ingvarsson og Sjöfn Hulda Jónsdóttir afhenda styrkinn, Anna Björk Eðvarsdóttir formaður Hringsins er lengst til vinstri. Mynd af vef MA.

Á hverju ári stendur Huginn, skólafélag Menntaskólans á Akureyri, fyrir góðgerðarviku. Þá er fé safnað með fjölbreyttum hætti og rennur það jafnan óskert til einhverra góðgerðarsamtaka. Nemendur kjósa hvaða félag verður fyrir valinu hverju sinni og í ár var það Barnaspítalasjóður Hringsins. Stjórn skólafélagsins notaði tækifærið og afhenti féð þegar MA-ingar héldu til Reykjavíkur í því skyni að keppa til úrslita í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi.

Akureyri.net sagði frá úrslitum MORFÍs á dögunum en nánar er fjallað um sigurinn á vef Menntaskólans. Smellið hér til að lesa þá frétt.