Fara í efni
Drift EA – miðstöð nýsköpunar og frumkvöðla

Draugar og kynjaverur í hryllingshúsi í VMA

Mynd: Unsplash/Ian Gao
Í dag föstudaginn 25. október verður boðið upp á Hryllingshús í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Það er Leikfélag VMA sem stendur fyrir hryllingnum í tilefni af Hrekkjavökunni sem er í næstu viku. 
 
Allir eru boðnir velkomnir á Hryllingshúsið milli kl. 17 og 20 og er gengið inn um innganginn að vestan.  Börn yngri en 10 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum en búast má við alls konar draugum og kynjaverum á staðnum og eru gestir hvattir til að mæta í búningum.  Hleypt verður inn í húsið í hópum og með hverjum hóp er sögumaður sem leiðir gesti í gegnum húsið.  Aðgangur er ókeypis.