Fara í efni
DNG

Landsnet: Loftlínan er tímabundin lausn

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir ekki svigrúm fyrir frekari háspennulagnir í jörðu – 220 kV jarðstrengslagnir – í Eyjafirðinum eins og staðan er í dag og því sé nú gert ráð fyrir Blöndulínu 3 sem loftlínu alla leið milli Blöndustöðvar og Rangárvalla.

Akureyri.net hefur fjallað mikið um Blöndulínu 3 undanfarið, ekki síst áhyggjur margra af því að línan verði ekki lögð strax í jörðu og  alvarlegar athugasemdir við málflutning Landsnets.

Það hefur verið – og er enn, að sögn Höllu Bjarkar Reynisdóttur, forseta bæjarstjórnar – krafa bæjarins að hluti Blöndulínu 3 innan bæjarmarkanna verði lagður í jörðu án þess að kostnaður við það falli á bæinn.

Steinunn segir í greininni að gert sé ráð fyrir að loftlína næst Rangárvöllum sé tímabundin lausn „og eigum við í góðu samtali við Akureyrarbæ um að þegar búið er að styrkja kerfið og íbúabyggð hefur þróast í átt að línum sé mögulegt að setja hana í jörðu næst Akureyri,“ segir hún í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

Smellið hér til að lesa grein Steinunnar