Covid-19
Toppslagur nágranna í blaki kvenna í kvöld
08.01.2025 kl. 14:00
KA-stelpurnar urðu Íslandsmeistari í fyrra, þriðja árið í röð, og í haust var liðið meistari meistaranna. Mynd af vef KA.
Kvennalið KA í blaki tekur á móti nágrönnum sínum úr Völsungi í toppslag í efstu deild kvenna, Unbroken-deildinni, í kvöld kl. 20.
Um sannkallaðan toppslag er að ræða í blakinu í kvöld því KA er á toppnum með 30 stig, en Völsungur með 27 stig, bæði lið hafa leikið 11 leiki. Með sigri getur KA því náð sex stiga forystu, en Völsungur getur með sigri náð KA að stigum. Liðin hafa mæst einu sinni í deildinni það sem af er tímabili. KA vann þá 3-0 í leik sem einnig fór fram í KA-heimilinu.
- Unbroken-deild kvenna í blaki
KA-heimilið kl. 20
KA - Völsungur