Smituðum fækkar – SAk með valþjónustu á ný
Þrír greindust með Covid-19 hérlendis í gær. Nú eru 68 manns í einangrun á Norðurlandi eystra og 74 í sóttkví, í síðarnefnda hópnum eru því ellefu færri en í gær. Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins, á Akureyri upplýsir í pistli á heimsíðu SAk að valþjónusta, m.a. aðgerðir, komist í eðlilegan farveg á ný á morgun.
„Í ljósi breyttra fyrirmæla landlæknis sem ráðherra hefur samþykkt og þess að faraldurinn virðist vera að dvína á nærsvæðinu hefur verið ákveðið að hefja aftur valaðgerðir á sjúkrahúsinu frá og með mánudeginum 16. nóvember. Sama gildir um aðra valþjónustu, þ.m.t. göngudeildarþjónustu. Það er mikilvægt að taka upp þráðinn á ný en jafnframt ljóst að nokkurn tíma tekur að vinna niður þá biðlista sem óhjákvæmilega hafa lengst vegna þessa ástands. En um 75-80 aðgerðum þurfti að fresta þessa daga auk röskunar á göngudeildarstarfseminni. Það er full ástæða til að þakka sjúklingum og aðstandendum þeirra fyrir þolinmæði og skilning vegna þessa,“ segir Bjarni Jónasson.