Fara í efni
Covid-19

Margt óþægilega líkt með Covid og CO2

Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, og pistlahöfundur hér á Akureyri.net, segir óþægilega margt líkt með Covid og koltvísýringi (CO2). „Tvö ósýnileg fyrirbæri sem við þurfum að glíma við af fullum þunga á sama tíma. Lausnirnar eru líka óþægilega keimlíkar: Fræðsla, íþyngjandi aðgerðir stjórnvalda, fjarfundir og fjarkennsla,“ segir hann í pistli dagsins.

Guðmundur hvetur fólk til að gefa kolefnisbindingu í jólagjöf og að lofa því jafnframt að standa sig vel á nýju ári bæði í sóttvarnar- og loftslagsaðgerðum.

Hann segir: „Við höfum brugðist mjög hratt og af miklum þunga við Covid í þeim tilgangi að verja heilsu og líf íbúa landsins. Munurinn liggur kannski helst í því að það eru ekki sömu hóparnir í samfélaginu sem verða fyrir mestum áhrifum. Covid leggst þyngst á elstu og veikustu einstaklingana í samfélaginu á meðan loftslagsbreytingarnar munu koma verst niður á yngsta fólkinu og þeim verst stöddu.“

Pistil Guðmundar er hægt að lesa hér