Fara í efni
Covid-19

Hvenær mátt þú mæta? Sjáðu næstu vikur

Bólusetning á Slökkvistöðinni á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands gerir ráð fyrir að bólusetja um 3.100 manns gegn Covid-19 í þessari viku. Bæði kemur efni frá Pfizer og Astra Zeneca og þeir Akureyringar, sem stendur til að bólusetja, eiga sem fyrr að mæta á slökkvistöðina við Árstíg.

Bólusetning er í vikunni er í boði fyrir eftirtalda hópa:

  • Fólk sem fær boð um að mæta þessa daga.
  • Þá sem eru fæddir 1966 og fyrr.
  • Þá sem tilheyra árgangshóp sem búið er að draga út - sjá lista hér að neðan.
  • Þau sem hafa fengið boð sem þau hafa ekki nýtt sér.

Í dag, þriðjudag, er Pfizer bólusetning. Margir mæta í seinni bólusetningu og þá er haldið áfram með „handahófs aldurshópa“. Öllum sem býðst að koma berast SMS skilaboð. Bólusett er frá kl. 12.00 til 16.00.

Þeir sem fengu Astra Zeneca fyrir fjórum vikum eða meira mega mæta milli klukkan 11.00 og 12.00 ef bráðnauðsynlegt er að flýta seinni skammti. Virkni eykst með lengri tíma milli skammta og ráðlagt er að 10-12 vikur líði á milli bólusetninga, skv upplýsingum frá HSN.

Á morgun, miðvikudag, verður haldið áfram að bólusetja með Pfizer og farið áfram niður handahófslista. Þeim sem býðst bólusetning þennan dag eiga allir að fá SMS skilaboð um bólusetningu. Bólusett verður frá klukkan 12.00 til 15.00.

Dregið var af handahófi hvaða árgangar eru bólusettir í hverri viku, og allir sem mæta í slíka „handahófsbólusetningu“ fá efni frá Pfizer.

Hér er listi yfir það hvenær einstaka árgangar mega mæta í bólusetningu. Athugið að tímasetning sem birt er opinberlega er sett fram með fyrirvara um breytingu. 

Þessi vika – 8. til 11. júní

1992

1981

1971

2002

1977

1986

1997

1989

1993

1976

Vika 24 – 15. til 18. júní

1967

1974

1995

1999

2001

1968

1984

1988

1982

Vika 25 – 22. til 25. júní

2003

1996

2005

1969

2004

1970

1972

1998

2000

Vika 26 – 29. júní til 2. júlí

1973

1991

1994

1978

1985

1983

1990

1987

1975

1979

1980