Körfubolti heima – frestað í Lengjubikar

Uppfært kl. 16:00 - staðfestur leiktími er 19:30 í kvöld.
Uppfært: Nýjustu fregnir herma að seinkun verði á leiknum, en ekki vitað nákvæmlega hve mikil. Bæði lið eru á Akureyri, en þar sem ekki var flogið í morgun eru dómarar á norðurleið akandi og miðað við aðstæður, viðvaranir og lokanir er ekki gott að segja til um tímasetningu. Á meðan er auðvitað hægt að stytta sér stundir og lesa viðtalið við Daníel þjálfara eða annað efni á akureyri.net.
- - -
Af tveimur leikjum Akureyrarliða sem voru á dagskránni í dag fer aðeins annar fram, körfuboltaleikur í Íþróttahöllinni, en knattspyrnuleik sem vera átti í Árbænum í Reykjavík hefur verið frestað vegna veðurs.
SUNNUDAGUR – ekki fótbolti, bara körfubolti
Þór/KA átti að leika fjórða leik sinn í A-deild Lengjubikarsins í dag gegn Fylki á útivelli, Würth-vellinum í Árbæ, en leiknum hefur verið frestað eins og mörgum öðrum á suðvesturhorninu vegna veðurs og færðar.
- A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu, riðill 1
Würth-völlurinn í Árbæ - leikdagur tilkynntur síðar
Fylkir - Þór/KA
- - -
Það er hins vegar klárt að leikið verður í Íþróttahöllinni á Akureyri þar sem gestaliðið kom norður í gær. Kvennalið Þórs í körfuknattleik fær Val í heimsókn í Íþróttahöllina í dag í A-hluta Bónusdeildarinnar, í harðri baráttu liðanna um endanlega röð í deildinni áður en kemur að úrslitakeppni mótsins. Þór hefur nú tapað þremur leikjum í röð í deildinni eftir langa sigurhrinu þar á undan í deild og bikar og þarfnast sigurs í deildinni sem og í aðdraganda þess að liðið fer í undanúrslit bikarkeppninnar, VÍS-bikarsins, um miðjan mars.
- Bónusdeild kvenna í körfuknattleik, A-hluti
Íþróttahöllin á Akureyri kl. ??
Þór - Valur