Fara í efni
Bogfimi

Eyjafjarðarslagur í kvöld í bikarnum: Þór - Magni

Þórsarar fagna eftir að þeir sigruðu KA í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins á dögunum. Mynd: Ármann Hinrik

Þórsarar hefja í kvöld leik í bikarkeppni Knattspyrnusambandsins, Mjólkurbikarnum, þegar þeir taka á móti liði Magna frá Grenivík.

Segja má að alvaran hefjist hjá Þórsurum í kvöld; Lengjubikarkeppnin og Kjarnafæðismótið eru að baki, þar sem lið hugsa fyrst og fremst um að stilla saman strengi, en allir vilja ná sem lengst í bikarkeppninni.

Leikurinn, sem er liður í 2. umferð keppninnar, fer fram í Boganum og hefst klukkan 19.15.

Magni mætti liði Kormáks/Hvatar í fyrstu umferðinni og hafði sigur eftir framlengingu, 4-2, eftir að staðan var jöfn, 2-2, að loknum venjulegum leiktíma. Þá var vitað að sigurliðið úr þeim leik ætti að mæta Þórsurum í Boganum í kvöld í 2. umferð keppninnar.

Sigurliðið í leik Þórs og Magna fer áfram í 32ja liða úrslit bikarkeppninnar sem spiluð verða 17. og 19. apríl, skírdag og laugardag fyrir páska, samkvæmt leikjaskipulagi keppninnar sem finna má á vef KSÍ.

  • Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu – 2. umferð
    Boginn kl. 19.15
    Þór - Magni

Þrír þeirra leikmanna sem hafa bæst í hóp Þórsara fyrir tímabilið; Ibrahima Balde sem kom frá Vestra, Orri Sigurjónsson sem sneri heim frá Fram og Clément Bayiha, sem kom frá York United í Kanada. Myndir: Ármann Hinrik og Skapti Hallgrímsson

Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Þórs frá því í fyrrasumar, þegar liðið varð í 10. sæti Lengjudeildarinnar.

Komnir
Ibrahima Balde frá Vestra
Clément Bayiha frá York United Kanada
Franko Lalic frá Dalvík/Reyni
Juan Guardia frá Völsungi
Orri Sigurjónsson frá Fram
Víðir Jökull Valdimarsson frá KH (var lánaður)
Pétur Orri Arnarson frá Kormáki/Hvöt (var lánaður)
Jón Jök­ull Hjalta­son frá Þrótti V. (úr láni)

  • Þórsarar sömdu í vetur við varnarmanninn Yann Emmanuel Affi, sem var á mála hjá með Bate Borosov í Hvíta-Rússlandi. Reiknað er með að hitti hópinn á Tenerife, þangað sem Þórsarar halda í æfingaferð um helgina.

Farnir
Aron Einar Gunnarsson til Al Gharafa Katar
Birkir Heimisson í Val
Auðunn Ingi Valtýsson til Dalvíkur/Reynis
Marc Sörensen til Danmerkur
Aron Kristófer Lárusson í HK
Alexander Már Þorláksson
Árni Elvar Árnason til Fjölnis
Birgir Ómar Hlynsson til ÍBV á láni
Bjarki Þór Viðarsson í Magna
Elmar Þór Jónsson
Jón Jök­ull Hjalta­son í Aar­hus Fremad í Danmörku