Baldvin Þór Magnússon
Þór/KA tekur á móti Fram í Lengjubikarnum

Eina akureyrarska íþróttaliðið sem verður í eldlínunni í dag, sunnudag, er knattspyrnulið kvenna, Þór/KA, sem tekur á móti liði Fram í Boganum.
- A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu, riðill 1
Boginn kl. 16:30
Þór/KA - Fram
Bæði lið þurfa á sigri og stigunum að halda til að halda sig í baráttu um annað af tveimur efstu sætum riðilsins. Bæði lið hafa unnið einn leik og tapað einum, en Valur og Þróttur eru efst í riðlinum með sex stig úr tveimur leikjum. Þór/KA á síðan eftir að sækja Fylki heim og taka á móti Val.