Fara í efni
Baldvin Þór Magnússon

Sjálfboðaliðar öflugir í framkvæmdum hjá GA

Mynd: GA.

Þó golfvertíðinni sé lokið er nóg um að vera á félagssvæði Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri. Frá því er sagt á vef Golfklúbbsins, gagolf.is.

Á vef GA segir:

Miklar framkvæmdir hafa verið í byggingu nýrrar inniaðstöðu Golfklúbbs Akureyrar, síðastliðinn vetur var kjallari byggður en smá hlé var gert yfir sumarmánuðina vegna hita og svo var aftur hafist handa í ágústmánuði við reisingu stálgrindar. Stálgrindin reis hratt og ekki hægði á þegar yleiningarnar fóru hver af annarri að hlaðast upp. Nú í dag þegar þetta er skrifað er búið að loka húsinu með yleiningum og flestir gluggar komnir í einnig. Fyrr í vikunni var svo hafist handa við millibygginguna sem tengir golfskálann við nýju bygginguna.

„Verkið hefur gengið frábærlega og virkilega gaman að sjá þetta rísa. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er hversu vel hefur tekist til að framkvæma þetta með samstarfi starfsmanna GA, verktaka og ótrúlegum velvilja velunnarra. Mig langar því að koma hér að ótrúlegu þakklæti til okkar velunnara því án þeirra væri þetta sannarlega ekki hægt. Einnig vil ég þakka og hrósa okkar samstarfsaðilum, samstarfsfólki og sjálfboðaliðum. Það er sannarlega frábært að geta gert margt innandyra og kristallast það vel hér,“ segir Steindór Kr. Ragnarsson, framkvæmdarstjóri GA.

Á vef klúbbsins er einnig myndaalbúm þar sem sýnt er frá framkvæmdunum í haust.

Teikning af viðbyggingunni og eldri byggingu: