10 bestu: Hulda í Hjartalagi
Hulda Ólafsdóttir eigandi Hjartalags er nýjasti gestur Ásgeirs Ólafssonar Lie í hlaðvarpsþættinum 10 bestu.
„Hulda er alveg einstök. Hún ólst upp í sveit og elskar enn sveitina. Hún lendir í grimmu einelti í grunnskóla og flytur á Stórutjarnir í 9. bekk og kynnist þá fyrst skólavist sem átti eftir að verða svo bestu ár ævi hennar á vistinni í Menntaskólanum á Akureyri,“ segir Ásgeir í kynningu á þættinum.
„Hulda elskar að dansa og að vinna börnin sín þrjú í spilum. Hulda elskar Ítalíu. Hún bjó á Ítalíu 1992 og heimsótti svo aftur þær „heimaslóðir“ 30 árum síðar. Hún er fatahönnuður, grafískur hönnuður, markþjálfi og dáleiðari svo eitthvað sé nefnt. Þegar ég spurði hana hvenær hún ætlaði að hætta að mennta sig þá var svarið einfalt. Aldrei.“
Hulda rekur hjartalag.is og hefur gert frá árinu 2013.
Smellið hér til að hlusta á þáttinn.